Sunday, January 14, 2007

Ingunn tíngun

ok, sé að þetta hefur ekkert alveg tekist með linkinn. Húsið er á Tuelandsvej 16, 2300 Amager.
(farið inn á søg bolig fyrst)

Ingunn tíngun

Vá ég kann ekki að senda mynd, getur einhver kennt mér það? Þá get ég sent ykkur rosalega fallega mynd af mér nebbla.
hilsen Ingunn
http://www.estate-maeglerne.dk/index.jsp


gleymdi, linkurinn á húsið ef einhver vill kíkja, við erum að reyna að fá allar styttur, platta og gólfteppi með í kaupunum...................chiao bellas

Ingunn tíngun

Sælar systur gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Vorum að kaupa okkur hús á Amager og flytjum fyrir 1. mars. Er skíthrædd við að flytja frá dejlige Vesterbronx og i villakvarter á Amager(er maður þá ekki alveg að missa kúlið?)Mér finnst svo ansi fátt fólk þar, ekkert ys og þys þegar maður kemur út um dyrnar...........Kannski venst það .........................Þetta er 87 fm hús með kjallara án fullrar lofthæðar, dánarbú með gamalli eldhúsinnréttingu frá 1957, dejlig have með eplatré.Þetta hefur allt gerst svo hratt að ég er ekkert að fatta þetta ennþá.
Erna, átt þú ekki að fara að kasta, gjóta eða hvað það nú er sem hryssur gera? Ertu ekki sett í janúar? Þú lofar að láta boð berast þegar eitthvað fer að gerast, hm.
Hafið það gott essskurnar, komum til Íslí um páskana, hlakka til að sjá ykkur þá,
mússí múss Ingunn